Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   fös 13. nóvember 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Hetja Ungverja á óskalista Real Madrid
Spænska íþróttablaðið Marca greinir frá því í dag að ungverski miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai sé á óskalista Real Madrid.

Hinn tvítugi Szoboszlai skoraði sigurmark Ungverja gegn Íslandi í gær með frábæru skoti í viðbótartíma.

Szoboszlai hefur vakið mikla athygli hjá Red Bull Salzburg í Austurríki en líklegt er að félagið selji hann næsta sumar þegar hann á ár eftir af samningi sínum.

Arseanl og RB Leipzig hafa sýnt áhuga á að fá Szoboszlai en nú hefur Real Madrid bæst í hópinn.

Samkvæmt frétt AS sér Real Madrid hann fyrir sér sem framtíðar leikmann á miðjunni en félagið gæti keypt hann næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner