Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 13. nóvember 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Rashford og Coady ekki með gegn Íslandi
Icelandair
Marcus Rashford, framherji Manchester United, og Conor Coady, varnarmaður Wolves, hafa dregið sig úr enska landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Belgíu og Íslandi í Þjóðadeildinni.

Rashford er að glíma við meiðsli og nær ekki þessum leikjum.

Coady hitti aðila sem greindist með kórónuveiruna í vikunni og því er hann farinn í sóttkví næstu dagana.

England heimsækir Belgíu á sunnudaginn áður en Ísland kemur í heimsókn á Wembley á miðvikudag.
Athugasemdir
banner