Fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Heiðar Helguson verður áfram aðstoðarþjálfari Selfoss, hann hefur endurnýjað samning sinn við félagið.
Hann mun aðstoða Óla Stefán Flóventsson sem tók við sem þjálfari liðsins í vikunni. Heiðar var aðstoðarþjálfari Bjarna Jóhannssonar sem stýrði liðinu síðustu tvö tímabil.
Í tilkynningu Selfoss kemur fram að hann hefur verið ráðinn afreksþjálfari fótboltadeidlarinnar.
Hann mun aðstoða Óla Stefán Flóventsson sem tók við sem þjálfari liðsins í vikunni. Heiðar var aðstoðarþjálfari Bjarna Jóhannssonar sem stýrði liðinu síðustu tvö tímabil.
Í tilkynningu Selfoss kemur fram að hann hefur verið ráðinn afreksþjálfari fótboltadeidlarinnar.
Tilkynning Selfoss
Heiðar verður afreksþjálfari og áfram aðstoðarþjálfari
Heiðar Helguson hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss en hann verður Óla Stefáni Flóventssyni til aðstoðar með meistaraflokk karla. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin tvö tímabil.
Þá hefur Heiðar verið ráðinn afreksþjálfari deildarinnar en afreksþjálfari vinnur að því að hámarka frammistöðu efnilegra leikmanna og undirbúa þá fyrir æfingar og keppni á hæsta getustigi. Afreksþjálfari mótar og þróar afreksstarf deildarinnar.
Heiðar spilaði í atvinnumennsku í fimmtár ár og spilaði lengst hjá Watford. Auk þess lék hann með liðum eins og Fulham, QPR, Bolton, Cardiff og Lilleström. Heiðar hefur leikið 96 leiki í ensku úrvalsdeildinni og skorað þar 28 mörk. Hann skoraði tólf mörk í rúmlega fimmtíu leikjum fyrir íslenska landsliðið
Athugasemdir



