„Bara geggjað. Loksins, ég er búinn að bíða lengi eftir þessu. Fyrsti leikur var á móti Aserbaísjan og sá hundraðasti líka. Það er ansi merkilegt. Þetta er frábært fyrir mig og mína fjölskyldu að ná þessu afreki og ég er gríðarlega stoltur," sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir að hafa spilað sinn 100. landsleik.
Jóhann lagði upp seinna mark Íslands í 2-0 útisigrinum gegn Aserbaísjan í kvöld en ljóst er að Ísland er á leið í úrslitaleik gegn Úkraínu á sunnudag, um að komast í umspilið fyrir HM.
Jóhann lagði upp seinna mark Íslands í 2-0 útisigrinum gegn Aserbaísjan í kvöld en ljóst er að Ísland er á leið í úrslitaleik gegn Úkraínu á sunnudag, um að komast í umspilið fyrir HM.
Lestu um leikinn: Aserbaísjan 0 - 2 Ísland
„Maður er í þessu til að byrja leikina og þeir sögðu mér í fyrradag að ég myndi byrja. Það er heiður að spila fyrir sína þjóð og sérstaklega með svona liði. Ég hef verið partur af frábærum liðum og þetta er frábært lið."
Markið sem Jói Berg lagði upp á Sverri Inga var af æfingasvæðinu.
„Davíð Snorri (aðstoðarlandsliðsþjálfari) talaði um að við gætum skapað eitthvað úr svona aukaspyrnu miðsvæðis og það heppnaðist frábærlega."
Viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























