Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
   fim 13. nóvember 2025 19:59
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara geggjað. Loksins, ég er búinn að bíða lengi eftir þessu. Fyrsti leikur var á móti Aserbaísjan og sá hundraðasti líka. Það er ansi merkilegt. Þetta er frábært fyrir mig og mína fjölskyldu að ná þessu afreki og ég er gríðarlega stoltur," sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir að hafa spilað sinn 100. landsleik.

Jóhann lagði upp seinna mark Íslands í 2-0 útisigrinum gegn Aserbaísjan í kvöld en ljóst er að Ísland er á leið í úrslitaleik gegn Úkraínu á sunnudag, um að komast í umspilið fyrir HM.

Lestu um leikinn: Aserb­aísjan 0 -  2 Ísland

„Maður er í þessu til að byrja leikina og þeir sögðu mér í fyrradag að ég myndi byrja. Það er heiður að spila fyrir sína þjóð og sérstaklega með svona liði. Ég hef verið partur af frábærum liðum og þetta er frábært lið."

Markið sem Jói Berg lagði upp á Sverri Inga var af æfingasvæðinu.

„Davíð Snorri (aðstoðarlandsliðsþjálfari) talaði um að við gætum skapað eitthvað úr svona aukaspyrnu miðsvæðis og það heppnaðist frábærlega."

Viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner