Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 12:30
Kári Snorrason
Tuchel: Kane, Bellingham og Foden geta ekki spilað saman
Mynd: EPA

Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, segir að stórstjörnurnar þrjár; Harry Kane, Jude Bellingham og Phil Foden geti ekki spilað saman í leikkerfi þýska þjálfarans.


„Eins og staðan er núna, ef við höldum leikkerfinu, geta þeir ekki spilað. Þeir geta spilað saman, en ekki innan leikkerfisins, við höfum þróað ákveðið jafnvægi og leikmennirnir passa ekki saman í því,“ sagði sá þýski aðspurður um leikmennina þrjá og hélt áfram.

„Við munum alltaf gera það sem er best til að vinna, við munum alltaf gera það sem er best fyrir jafnvægið og við munum reyna að halda strúktúr, jafnvel þó að það þýði að við þurfum að taka erfiðar ákvarðanir.“ 

England hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á HM sem fer fram á næsta ári, en þeir mæta Serbíu í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner