Kylian Mbappe átti frábæran leik þegar Frakkland tryggði sér sæti á HM með sigri gegn Úkraínu í kvöld.
Úkraínumenn vildu fá vítaspyrnu þegar Dayot Upamecano virtist brotlegur inn á teignum en VAR sá að hann var á undan í boltann og ekkert dæmt.
Úkraínumenn vildu fá vítaspyrnu þegar Dayot Upamecano virtist brotlegur inn á teignum en VAR sá að hann var á undan í boltann og ekkert dæmt.
Strax í kjölfarið fengu Frakkar hins vegar vítaspyrnu þegar Taras Mykhavko braut á Michael Olise. Kylian Mbappe steig á punktinn og skoraði.
Olise bætti öðru markinu við og Mbappe fór síðan langt með að tryggja Frökkum sigurinn. Það var síðan Hugo Ekitike sem innsiglaði sigurinn undir lokin þegar hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.
Þetta þýðir að Frakkar eru komnir á HM og Ísland dugir jafntefli gegn Úkraínu á sunnudaginn til að komast í umspil um sæti á HM.
Írland, lærisveinar Heimis Hallgrímssonar, héldu HM draumnum á lífi með frábærum sigri gegn Portúgal.
Troy Parrot skoraði tvennu í fyrri hálfleik og lagði grunninn að sigrinum. Þegar hálftími var til loka venjulegs leiktíma fékk Cristiano Ronaldo rautt spjald fyrir að gefa Dara O'Shea olnbogaskot í bakið.
Portúgal er í 1. sæti með 10 stig, Ungverjaland í 2. sæti með 8 stig og Írland í 3. sæti með sjö stig. Írland heimsækir Ungverjaland í lokaumferðinni og Portúgal fær botnlið Armeníu í heimsókn.
.England var þegar búið að tryggja sér sæti á HM en það var ljóst eftir leik gegn Serbíu í kvöld að Serbar fara ekki á HM. Albanía lagði Andorra og tryggði sér þar með umspilssæti.
Noregur er komið með annan fótinn á HM eftir sigur á Eistlandi í kvöld. Ítalía vann Moldavíu og Ítalía fær Noreg í heimsókn í lokaumferðinni í úrslitaleik um toppsætið. Noregur er hins vegar með mun betri markatölu og þremur stigum á undan.
Andorra 0 - 1 Albania
0-1 Kristjan Asllani ('67 )
England 2 - 0 Serbia
1-0 Bukayo Saka ('28 )
2-0 Eberechi Eze ('90 )
France 4 - 0 Ukraine
1-0 Kylian Mbappe ('55 , víti)
2-0 Michael Olise ('76 )
3-0 Kylian Mbappe ('83 )
4-0 Hugo Ekitike ('88 )
Ireland 2 - 0 Portugal
1-0 Troy Parrott ('17 )
2-0 Troy Parrott ('45 )
Rautt spjald: Cristiano Ronaldo, Portugal ('61)
Moldova 0 - 2 Italy
0-1 Gianluca Mancini ('88 )
0-2 Pio Esposito ('90 )
Athugasemdir




