Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 13. desember 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Postecoglou: Ætla ekki að fara hafa áhyggjur af særðu egói
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Ange Postecglou.
Ange Postecglou.
Mynd: EPA
Það vakti athygli eftir leik Tottenham og Rangers í gærkvöldi að Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, sagði hreint út að frammistaða Timo Werner, sóknarmanns Tottenham, hefði einfaldlega ekki verið boðleg.

Werner var í byrjunarliði Tottenham en var tekinn af velli í fyrri hálfleik.

Á fréttamannafundi í dag var Postecoglou spurður út í hans gagnrýni á Werner.

„Þetta var ekki gagnrýni, þetta var mitt mat."

„Werner er landsliðmaður, hann hefur unnið Meistaradeildina, hann er reyndur leikmaður. Það er lágmarksframlag sem þú þarft að sýna til að hjálpa liðinu. Hann gerði það ekki."

„Þetta var bara mat á hans frammistöðu. Þetta kvöld var áskorun fyrir okkur - vissum það fyrir leik - og hann þarf að vera betri."

„Við erum í bardaga. Ég ætla ekki að fara hafa áhyggjur af særðu egói hjá fólki. Við erum hérna til að vinna hluti,"
sagði Postecoglou.

Werner kom á láni frá RB Leipzig í janúar og sá lánssamningur var framlengdur í sumar. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp sex mörk í 25 deildarleikjum með Tottenham. Næsti leikur Tottenham er gegn Southampton. Tottenham hefur einungis unnið einn af síðustu átta leikjum í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner