Ange Postecoglou var allt annað en sáttur með frammistöðu Timo Werner í jafnteflinu gegn Rangers í Evrópudeildinni í gær.
Postecoglou tók Werner af velli í hálfleik en í hans stað kom Dejan Kulusevski sem skoraði jöfnunarmark Tottenham.
Postecoglou tók Werner af velli í hálfleik en í hans stað kom Dejan Kulusevski sem skoraði jöfnunarmark Tottenham.
„Hann var langt frá því að spila eins vel og hann ætti að gera. Þegar maður er með átján ára leikmenn í hópnum tek ég þetta ekki í mál. Hann er landsliðsmaður Þýskalands. Núna erum við ekki með marga til taks og við þurfum alla til að mæta og reyna að minnsta kosti sitt besta. Frammistaðan hans í fyrri hálfleik var óásættanleg," sagði Postecoglou.
Tottenham hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið en liðið hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum.
Athugasemdir