Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. janúar 2014 10:10
Magnús Már Einarsson
Gillz ætlar að hlaupa nakinn í Kringlunni
Sendir Garðari Erni mynd
Egill ,,Gillz
Egill ,,Gillz" Einarsson.
Mynd: .
Garðar Örn Hinriksson.
Garðar Örn Hinriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Garðar er eins og fílarnir, hann gleymir engu," sagði Egill ,,Gillz" Einarsson við Fótbolta.net í dag eftir að dómarinn Garðar Örn Hinriksson rifjaði upp loforð sem Egill gaf árið 2007.

Árið 2007 lofaði Gillz á bloggsíðu sinni að hlaupa nakinn í Kringlunni og syngja lagið Every Breath You Take ef dómarinn Garðar Örn Hinriksson myndi dæma vítaspyrnu handa Breiðabliki í efstu deild en nokkrum vikum síðar dæmdi Garðar víti í leik hjá Blikum.

Rio Ferdinand sagðist í gær ætla að hlaupa nakinn um ef Cristiano Ronaldo myndi ekki hljóta Gullknöttinn og í tilefni þess rifjaði Garðar upp loforðið á Facebook-vegg sínum eins og kom fram á Fótbolti.net í gær.

,,Þetta er frábær hugmynd hjá honum. Það er fínt að hann hafi minnt mig á þetta. Ég er spikfeitur núna, einhver 10% fita, sem gengur ekki. Ég get slegið tvær flugur í einu höggi með því að taka gott cardio í Kringlunni og standa við þetta loforð fyrir King Garðar Örn Hinriks," sagði Egill við Fótbolta.net í dag en hann ætlar að standa við stóru orðin.

,,Ég á bara að hlaupa í gegnum Kringluna og ég segi ekki að ég muni gera þetta um hábjartan dag."

,,Ég veit ekki með conceptið að hlaupa þarna á laugardegi klukkan tvö og vera snúinn niður af fimm öryggisvörðum á limnum, það er eitthvað sem ég væri til í að hafa í lágmarki."


,,Ég er meira að spá í að hlaupa í gegnum Kringluna klukkan 3 eða 4 á mánudagskvöldi, þegar það eru ekkert rosalega margir á svæðinu. Ég get ekki lofað tímasetningu en þetta verður gert. Þegar ég geri þetta þá fær Garðar sms með mynd af mér skokkandi um."

Egill var á sínum tíma ekki ánægður með dómgæslu Garðars í leikjum hjá Breiðabliki en það sama er ekki uppi á teningnum í dag.

,,Ég vil meina að Garðar sé einn besti dómarinn á landinu í dag. Ég var einu sinni eitthvað svekktur þegar hann spjaldaði 3-4 Blika í röð á KR-vellinum og þá hélt ég að hann hataði Breiðablik. Mér sýnist síðustu ár að honum þyki nokkuð vænt um okkur Blika þannig að ég og Garðar erum bestu vinir í dag. Ég kann mjög vel við hann," sagði Egill að lokum.
Athugasemdir
banner
banner