Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. janúar 2020 14:06
Elvar Geir Magnússon
Völlur Tranmere á floti - Leiknum gegn Watford frestað
Mynd: Getty Images
Óveðurslægð sem hefur hlotið nafnið Brendan hefur verið að ganga yfir Bretlandseyjar og haft talsverðar afleiðingar.

Það er allt á floti á Prenton Park, heimavelli C-deildarliðsins Tranmere.

Tranmere átti að leika endurtekinn bikarleik gegn úrvalsdeildarliðinu Watford í kvöld en leiknum hefur verið frestað vegna mikillar bleytu.

Vallarstarfsmenn hafa unnið hörðum höndum í að reyna að gera völlinn leikfæran fyrir kvöldið en það tókst ekki.

Sjá einnig:
Bikarkeppnin þvælist fyrir Watford

Leikir kvöldsins:

England FA bikarinn 3. umferð - Endurteknir leikir:
19:45 Blackpool - Reading
19:45 Coventry - Bristol R.
19:45 Newcastle - Rochdale
19:45 Shrewsbury - Bristol City
19:45 Tranmere Rovers - Watford FRESTAÐ
20:05 Tottenham - Middlesbrough (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner