banner
   fös 14. janúar 2022 19:02
Victor Pálsson
Arnór Gauti til Hönefoss (Staðfest)
Mynd: Hönefoss
Arnór Gauti Ragnarsson hefur skrifað undir samning við lið Hönefoss í Noregi en þetta staðfesti félagið í dag.

Arnór Gauti lék með Aftureldingu í Lengjudeildinni á síðasta ári og skoraði þá 10 mörk í 15 leikjum. Hann var þar í láni frá Fylki.

Framherjinn hefur einnig leikið með Fylki, ÍBV, Selfoss og Breiðablik í meistaraflokki. Hann er fæddur árið 1997.

Hönefoss leikur í fjórðu efstu deild Noregs og er Marko Valdimar Jankovic aðstoðarþjálfari liðsins. Hann er fyrrum leikmaður Grindavíkur.

Arnór Gauti fór til Noregs að skoða aðstæður fyrr í janúar og ákvað í kjölfarið að skrifa undir hjá félaginu.

„Þetta er kraftmikill framherji sem getur hlaupið mikið og skorað mörk. Hann er stór og sterkur og er með leiðtogahæfileika," sagði Marko í samtali við heimasíðu Hönefoss.

„Það verður mjög spennandi að sjá hann á AKA Arena þegar tímabilið byrjar."
Athugasemdir
banner
banner
banner