Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 14. janúar 2022 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ótrúlega spennandi og stór staður til að vera á fyrir mig og klúbbinn"
Alfons Sampsted er tvöfaldur meistari í Noregi
Alfons Sampsted er tvöfaldur meistari í Noregi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann gæti spilað í vinstri bakverði á næsta tímabili
Hann gæti spilað í vinstri bakverði á næsta tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjetil Knutsen
Kjetil Knutsen
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Alfons Sampsted varð norskur meistari annað árið í röð á síðasta ári með félagsliði sínu Bodö/Glimt. Hann er í dag staddur í Tyrklandi og undirbýr sig fyrir vináttuleikinn gegn Suður-Kóreu á morgun.

Alfons er 23 ára hægri bakvörður og er á lokaári á samningi sínum. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.

Sjá einnig:
Í viðræðum um nýjan samning við Bodö - „Er ekkert að drífa mig"

Ótrúlega gaman að vinna tvö ár í röð
„Tilfinning var náttúrulega frábær og ótrúlega gaman að geta klárað titilinn tvö ár í röð. Þetta var mjög sterk frammistaða hjá liðinu að mínu mati, að geta gert þetta eftir að hafa misst eins marga leikmenn og við misstum út," sagði Alfons.

„Þetta var allt öðruvísi en tímabilið 2020, það var jafnara milli liða og við spiluðum fleiri leiki yfir tímabilið, það var meira álag á liðinu og við lendum aðeins í meiðslum. Það voru aðeins öðruvísi áskoranir en við lentum í árið á undan," sagði Alfons.

„Heilt yfir var þetta virkilega sterk frammistaða hjá liðinu og ég er mjög sáttur að hafa klárað þetta."

Gæti spilað í vinstri bakverði
Bodö tók inn hægri bakvörðinn Brice Wembangomo fyrr í þessum mánuði. Er það eitthvað sem þú horfir í?

„Þetta skiptir mig ekki öllu máli. Við misstum vinstri bakvörð út og okkur vantaði inn bakvörð fyrir tímabilið. Hvort annar okkar spili vinstri eða við fáum inn annan til að taka vinstri - ég veit ekki hvernig það verður".

„Ég mæti með kassann úti og spila minn leik. Það hefur verið nóg hingað til og það er bara að halda áfram að bæta sig. Það verður gaman að sjá hvort þjálfarinn stilli öðrum hvorum okkar upp vinstra megin eða hvernig það verður. Það verður bara áskorun sem maður er klár í."


Stór staður til að vera á fyrir klúbbinn og fyrir mig
Bodö mætir Celtic í Sambandsdeildinni, hvernig líst þér á það?

„Það er spennandi verkefni, virkilega spennandi verkefni. Ég var að komast að því núna um daginn að þeir ætla að opna aftur fyrir stuðningsmenn. Þannig vonandi verður fullur völlur."

„Maður horfir á næsta mánuðinn sem mjög mikilvægt tímabil í að koma sér aftur í það leikform sem að krefst til að spila í þessari deild. Þetta er ótrúlega spennandi og stór staður til að vera á fyrir klúbbinn og fyrir mig. Það þýðir ekkert annað en að negla á þetta og sjá hversu langt við getum tekið þetta."


Sjá einnig:
Valtaði yfir átrúnaðargoð sitt - „Alvöru íslensk stoðsending"

„Úff þetta verður erfitt í ár"
Það er þekkt að Bodö sé að missa stóra bit, öfluga leikmenn, af því þeir eru að standa sig það vel í Noregi. Hefuru einhverjar áhyggjur að komandi tímabil verði ennþá erfiðara heldur en tímabilið á undan varðandi að fá nýja leikmenn í takt við liðið?

„Við erum búnir að missa þrjá mikilvæga leikmenn úr liðinu núna en fyrir síðasta tímabil þá hugsaði maður líka „úff þetta verður erfitt í ár". Síðan þegar við komum inn á grasið saman og byrjum að æfa þá einhvern veginn finnum við aftur þessar tengingar sem þarf að finna."

„Ég hef fulla trú á því að við finnum þær aftur núna, við þurfum bara að leggja inn vinnuna sem er krafist til að fá þær aftur. Þetta verður áskorun, það er víst."


Minnkar óvissuna í kringum þjálfarateymið
Þjálfarinn ykkar, Kjetil Knutsen, var orðaður við félög á Englandi og sérstaklega Norwich. Ertu ánægður ða hann verið áfram?

„Það er virkilega sterkt fyrir okkur að hann hafi ákveðið að framlengja. Hann bætti við nokkrum árum á samninginn og gefur leikmönnum ákveðna tryggingu að þróunin muni halda áfram innan klúbbsins. Þetta minnkar aðeins óvissuna í kringum þjálfarateymið og getur leyft okkur að einbeita okkur að fótboltanum sjálfum."
Athugasemdir
banner
banner