Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Búið að bóka læknisskoðun fyrir Kvaratskhelia: „Here we go!"
Mynd: Getty Images
Georgíumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia er að ganga í raðir PSG frá Napoli og er franska stórveldið búið að bóka læknisskoðun fyrir leikmanninn.

Luis Campos, yfirmaður fótboltamála hjá PSG, náði samkomulagi við Napoli í gær áður en eigendur félaganna, Nasser Al-Khelaifi og Aurelio De Laurentiis, gengu frá því í dag.

PSG greiðir rúmlega 70 milljónir evra til að kaupa Kvaratskhelia, sem mun fá um fimmfalt hærri laun hjá sínu nýja félagi.

Napoli vinnur núna hörðum höndum að því að finna arftaka fyrir Kvaratskhelia og hefur mikinn áhuga á Alejandro Garnacho hjá Manchester United.

Kvaratskhelia fær fimm ára samning hjá PSG en hann er 23 ára gamall og hefur komið að 59 mörkum í 107 leikjum hjá Napoli.


Athugasemdir
banner
banner
banner