Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester að ganga frá kaupum á Coulibaly
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Leicester er að ganga frá kaupum á hægri bakverðinum Woyo Coulibaly sem á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við Parma á Ítalíu.

Leicester fær góðan afslátt á bakverðinum sem gæti annars yfirgefið Parma á frjálsri sölu næsta sumar.

Coulibaly er 25 ára gamall og hefur spilað 14 leiki með Parma í efstu deild á tímabilinu og gefið eina stoðsendingu. Hann á í heildina 88 leiki að baki fyrir félagið og hefur skorað 1 mark og gefið 6 stoðsendingar.

Coulibaly er fjölhæfur leikmaður og getur bæði spilað sem hægri bakvörður og vinstri bakvörður.

Það var forgangsmál hjá Leicester að krækja í hægri bakvörð í janúarglugganum en liðið er einnig í leit að vinstri kantmanni og miðverði.

Coulibaly verður varaskeifa fyrir James Justin og fyllir í skarðið sem Ricardo Pereira skilur eftir í hópnum vegna meiðsla.

Sky Sports er meðal fjölmiðla sem greinir frá þessu en kaupverðið er talið nema tæplega 5 milljónum evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner