Markvörðurinn Marvin Darri Steinarsson hefur gengið í raðir Gróttu og skrifað undir þriggja ára samning. Grótta féll úr Lengjudeildinni í fyrra og leikur í 2. deild á komandi tímabili.
Marvin lék vel með Vestra þegar liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni árið 2023 og var svo varamarkvörður liðsins í fyrra.
Marvin lék vel með Vestra þegar liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni árið 2023 og var svo varamarkvörður liðsins í fyrra.
Marvin er fæddur og uppalinn Skagamaður en á að baki leiki með Skallagrími, Kára og Víking Ólafsvík og Vestra.
„Ég er hrikalega ánægður með að hafa fengið Marvin til liðs við okkur. Marvin smellpassar inni okkar okkar hóp og á eftir að reynast okkur vel," segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Gróttu.
„Grótta sýndi mikinn áhuga á að fá mig og eftir að hafa rætt við Rúnar og Magnús var ég sannfærður um að þetta væri rétta skrefið. Félagið er með spennandi hóp og framtíðarsýn sem ég vil taka þátt í. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili og tel að við eigum að stefna beint upp í Lengjudeildina," segir Marvin sjálfur.
Athugasemdir