Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 14. febrúar 2021 07:30
Victor Pálsson
Átta leikmenn framlengja við HK
Mynd: Getty
Lið HK hefur framlengt við átta leikmenn fyrir komandi átök í Lengjudeild kvenna en þetta kom fram í tilkynningu liðsins í gær.

HK reyndist sterkasta lið 2.deildar kvenna á síðasta ári og tryggði sæti sitt í Lengjudeildinni. HK endaði á toppnum með tveggja stiga forskot.

Nú styttist í að deildirnar hér heima fari af stað og er HK að undirbúa sig fyrir nákvæmlega það.

Emma Sól Aradóttir, Guðný Eva Eiríksdóttir, Hildur Unnarsdóttir, Hrafnhildur Hjaltalín, Isabella Eva Arnardóttir, Lára Hallgrímsdottir, María Lena Ásgeirsdóttir og Valgerður Lilja Arnarsdóttir framlengdu allar sinn samning.

„Við hjá HK erum í ákveðnum uppbyggingarfasa og ætlum okkur stóra hluti í náinni framtíð. Endurnýjun samninga við okkar leikmenn er mikilvægur þáttur í því ferli," sagði Jakob Leó Bjarnason, þjálfari HK, við heimasíðu liðsins eftir undirskriftina.

„Áðurnefndir leikmenn léku allir lykilhlutverk innan sem utan vallar í HK-liðinu sem vann sér inn sæti í Lengjudeildinni síðastliðið haust. Við væntum mikils af þeim öllum á komandi árum."
Athugasemdir
banner
banner
banner