Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. mars 2023 17:45
Elvar Geir Magnússon
Ejub: Öllum á vellinum líður betur þegar Aron er með
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson verður í leikbanni í Bosníu.
Aron Einar Gunnarsson verður í leikbanni í Bosníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub Purisevic er sérstakur gestur í Innkastinu þar sem hitað er upp fyrir komandi landsleikjaglugga Íslands. Strákarnir okkar hefja undankeppni EM með leik í Bosníu.

Fyrirfram eru möguleikar Íslands á að komast á EM nokkuð góðir en fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður hinsvegar í leikbanni í fyrsta leik, vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Albaníu í fyrra.

Ejub segir högg fyrir Ísland að vera án Arons, sérstaklega í lykilleik sem þessum á erfiðum útivelli.

„Þetta rauða spjald er mjög dýrt, að missa þessa reynslu út. Öllum samherjum hans á vellinum líður betur að hafa hann með. Hann myndi hjálpa mikið við þessar aðstæður, hvort sem það væri sem miðvörður eða aftastur á miðjunni," segir Ejub.

„Svona er bara lífið, hann verður bara með í næsta leik. Ég tel að Guðlaugur Victor geti þokkalega vel leyst þetta hlutverk sem djúpur miðjumaður."

Eins og rætt er um í þættinum er nokkur óvissa á miðsvæði íslenska liðsins. Ísak Bergmann Jóhannesson fær afar fáar mínútur hjá FCK og Birkir Bjarnason hefur ekki verið að spila eftir jarðskjálftana í Tyrklandi.

„Hann verður í hópnum en spurning hvernig leikformið er á honum. Manni hefur fundist vera að hægjast á honum í síðustu landsleikjum. Það kemur í ljós hvort hann verði í byrjunarliðinu eða ekki en eins og ég sé þetta þá mun hann byrja á bekknum," segir Sæbjörn Steinke fréttamaður Fótbolta.net en hann setti í síðustu viku saman mögulegt byrjunarlið Íslands.
Innkastið - Byrjað á bardaga í Bosníu
Athugasemdir
banner
banner