þri 14. mars 2023 21:22
Brynjar Ingi Erluson
Fimm mörk frá Haaland - „Hann er fáránlegur"
Mynd: EPA
Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, er kominn með fimm mörk gegn RB Leipzig í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en staðan er 6-0 þegar þetta er skrifað.

Norðmaðurinn skoraði þrennu í fyrri hálfleik og er nú búinn að bæta við tveimur í þeim síðari.

Bæði mörkin í síðari hálfleik komu eftir hornspyrnu og Haaland nú með 33 mörk í 25 Meistaradeildarleikjum.

Man City er nú örugglega búið að tryggja sæti sitt í 8-liða úrslitum.

Haaland er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að skora fimm mörk í sama leiknum. Luiz Adriano gerði það í leik með Shakhtar árið 2014 og Lionel Messi með Barcelona árið 2012.




Athugasemdir
banner
banner
banner