
HK 3 - 0 Augnablik
1-0 Brookelynn Paige Entz ('39 )
2-0 Brookelynn Paige Entz ('71 )
3-0 Brookelynn Paige Entz ('82 )
1-0 Brookelynn Paige Entz ('39 )
2-0 Brookelynn Paige Entz ('71 )
3-0 Brookelynn Paige Entz ('82 )
Brookelynn Paige Entz skoraði öll þrjú mörk HK sem vann Augnablik, 3-0, í nágrannaslag í B-deild Lengjubikarsins í Kórnum í kvöld.
Fyrsta mark hennar kom undir lok fyrri hálfleiks og bætti hún síðan við öðru þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir.
Átta mínútum fyrir leikslok fullkomnaði hún þrennuna og tryggði HK-ingum öruggan sigur. Hún kom til HK frá Val fyrr á þessu ári og er með fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum sínum fyrir félagið.
HK hefur unnið alla þrjá leiki sína í B-deildinni en Augnablik unnið einn og tapað tveimur.
Athugasemdir