Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. mars 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu stórglæsilegt mark Elíasar í gær
Elías Már.
Elías Már.
Mynd: NAC Breda
Kristian Nökkvi.
Kristian Nökkvi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Már Ómarsson skoraði í gær fyrra mark NAC Breda í stórtapi gegn unglingaliði Ajax í hollensku B-deildinni. Lokatölur urðu 2-6 fyrir Ajax á heimavelli Breda.

Mark Elíasar kom á 60. mínútu og var þá staðan 0-5 fyrir gestina.

Elías fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Ajax í hraðri sókn, tók nokkrar snertingar og lét svo vaða við vítateigslínuna. Boltinn hafnaði í neðanverðri þverslánni og fór af henni inn í markið. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Einnig má sjá stoðsendingu Kristians Nökkva Hlynssonar en hann lagði upp fimmta mark Ajax í leiknum. Kristian, sem valinn var í U19 landsliðið fyrir komandi verkefni, hefur skorað sjö mörk og lagt upp sex í 28 leikjum með Jong Ajax á tímabilinu.

Elías er heitur um þessar mundir því hann skoraði þrennu á föstudagskvöld þegar Breda vann Maastricht 4-1, það voru hans fyrstu mörk fyrir félagið eftir að hafa komið frá Rodez í Frakklandi í janúar.

Breda er í sjöunda sæti deildarinnar, tólf stigum á undan Jong Ajax sem er í sextánda sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner