Mason Mount, leikmaður Man Utd, hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli en hann er byrjaður að æfa aftur eftir að hafa verið fjarverandi frá því í desember.
Rúben Amorim hrósaði enska sóknarmanninum í hástert.
Rúben Amorim hrósaði enska sóknarmanninum í hástert.
„Ég er mjög hrifinn af Mason Mount. Ég veit að hann hefur þurft að þjást. Hann gerir allt rétt, borðar vel og líkamlegur þáttur hans er fullkominn. Kannski ofhugsar hann allt," sagði Amorim.
„Hann var Evrópumeistari. Þegar leikmaður gerir allt eins og hann fær hann alltaf stuðning frá öllum hjá félaginu. Við munum reyna stjórna álaginu. Leikmeenn hafa glímt við mikil vandamál en getað haldist heilir, ég hef mikla trú á Mount."
Amorim sagði að Mount verði líklega í hópnum þegar Man Utd heimsækir Leicester á sunnudaginn.
„Við þurfum á honum og öllum öðrum leikmönnum að halda. Hann getur ekki spilað margar mínútur en fimm mínútur af Mason Mount er fullkomið."
Athugasemdir