Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 14. apríl 2021 19:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liðsrúta Real Madrid grýtt og rúða brotin - Hegðunin fordæmd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Algjörlega óásættanleg hegðun og til skammar," segir í yfirlýsingu Liverpool en liðið sendi út eina slíka eftir að liðsrúta Real Madrid var grýtt á leið sinni að Anfield í kvöld.

Liverpool fordæmir skammarlega hegðun „nokkurra einstaklinga" eftir að brotin var rúða á liðsrútu Real Madrid þegar liðið kom að Anfield fyrir leikinn gegn Liverpool í kvöld. Liverpool biður gestina frá Spáni á sama tíma afsökunar á hegðun stuðningsmanna.

Hundruðir stuðningsmanna Liverpool hópuðust saman við Anfield en Liverpool og Real Madrid mætast í seinni leik einvígisins í kvöld. Real leiðir 3-1 eftir sigur á Spáni.

Baulað var á rútu Real þegar hún fór framhjá fjöldanum og var nokkrum hlutum hent í rútuna. Ein rúða brotnaði og sást til starfsmanna Liverpool vera hreinsa upp glerbrotin eftir skemmdarverkið.

Staðan í leik kvöldsins er 0-0 eftir tólf mínútna leik.




Athugasemdir
banner