„Algjörlega óásættanleg hegðun og til skammar," segir í yfirlýsingu Liverpool en liðið sendi út eina slíka eftir að liðsrúta Real Madrid var grýtt á leið sinni að Anfield í kvöld.
Liverpool fordæmir skammarlega hegðun „nokkurra einstaklinga" eftir að brotin var rúða á liðsrútu Real Madrid þegar liðið kom að Anfield fyrir leikinn gegn Liverpool í kvöld. Liverpool biður gestina frá Spáni á sama tíma afsökunar á hegðun stuðningsmanna.
Liverpool fordæmir skammarlega hegðun „nokkurra einstaklinga" eftir að brotin var rúða á liðsrútu Real Madrid þegar liðið kom að Anfield fyrir leikinn gegn Liverpool í kvöld. Liverpool biður gestina frá Spáni á sama tíma afsökunar á hegðun stuðningsmanna.
Hundruðir stuðningsmanna Liverpool hópuðust saman við Anfield en Liverpool og Real Madrid mætast í seinni leik einvígisins í kvöld. Real leiðir 3-1 eftir sigur á Spáni.
Baulað var á rútu Real þegar hún fór framhjá fjöldanum og var nokkrum hlutum hent í rútuna. Ein rúða brotnaði og sást til starfsmanna Liverpool vera hreinsa upp glerbrotin eftir skemmdarverkið.
Staðan í leik kvöldsins er 0-0 eftir tólf mínútna leik.
Real Madrid's team bus was damaged after being targeted by Liverpool fans near Anfield.
— ESPN FC (@ESPNFC) April 14, 2021
(via @ZanySebastien)pic.twitter.com/J9WACAELfE
Liverpool release statement after Real Madrid team bus damaged on way to Anfieldhttps://t.co/aWupoizaQ0
— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 14, 2021
Athugasemdir