Sergio Conceicao stjóri Porto hefur sakað Thomas Tuchel stjóra Chelsea um að hafa sagt 'Fokk off' við sig eftir Meistaradeildarleik liðanna í gær.
Mönnum var heitt í hamsi eftir lokaflautið og hvöss orðaskipti voru milli stjóranna tveggja.
Mönnum var heitt í hamsi eftir lokaflautið og hvöss orðaskipti voru milli stjóranna tveggja.
Varnarmaðurinn Pepe blandaði sér einnig í lætin og á myndum má sjá þar sem einn af dómurum leiksins stígur á milli hans og Tuchel.
Stjórarnir höfðu rifist eitthvað á hliðarlínunni meðan á leik stóð og eftir rifrildin ræddi Conceicao við fjórða dómarann.
Chelsea vann einvígið við Porto 2-1 og mun mæta Liverpool eða Real Madrid í undanúrslitum.
Athugasemdir