Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 14. apríl 2021 11:25
Elvar Geir Magnússon
Tuchel sagði stjóra Porto að „fokka sér"
Sergio Conceicao stjóri Porto hefur sakað Thomas Tuchel stjóra Chelsea um að hafa sagt 'Fokk off' við sig eftir Meistaradeildarleik liðanna í gær.

Mönnum var heitt í hamsi eftir lokaflautið og hvöss orðaskipti voru milli stjóranna tveggja.

Varnarmaðurinn Pepe blandaði sér einnig í lætin og á myndum má sjá þar sem einn af dómurum leiksins stígur á milli hans og Tuchel.

Stjórarnir höfðu rifist eitthvað á hliðarlínunni meðan á leik stóð og eftir rifrildin ræddi Conceicao við fjórða dómarann.

Chelsea vann einvígið við Porto 2-1 og mun mæta Liverpool eða Real Madrid í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner