Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   sun 14. apríl 2024 20:51
Sverrir Örn Einarsson
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Viktor fagnar einu af þremur mörkum sínum í kvöld
Viktor fagnar einu af þremur mörkum sínum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er í skýjunum og liðið er í skýjunum að ná inn fyrsta sigrinum á þessu tímabili og koma okkur af stað í þessu móti. Að ná svo inn þessum þremur mörkum er svo mjög kærkomið, er búinn að vera pínu kaldur í síðustu leikjum og átti þetta svolítið inni.“
Sagði Viktor Jónsson leikmaður ÍA sem var sjóðheitur fyrir framan markið í dag er hann setti þrennu í 4-0 sigri ÍA á HK í Kórnum

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 ÍA

Framan af leik var fátt sem benti til þess að Viktor og ÍA væru að fara að skora mikið af mörkum í leiknum. Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleik og færin létu á sér standa þar.

„Fyrsta snerting og sendingar voru að klikka. Mér fannst við samt vera koma okkur í ágætis stöður og að ná að skapa okkur hálf færi en það var lítið af færum í þessum fyrri hálfleik.“

Viktor sem hefur verið iðinn við kolann í markaskorun í Lengjudeildinni hefur ekki alveg náð sömu hæðum í þeim efnum í efstu deild. Meiðsli hafa vissulega sett þar strik í reikningin og einhverjir sem jafnvel efast um að Viktor sé markaskorari í efstu deild. Þess þrenna svar við þeim efasemdarröddum?

„Já vonand, það eru samt 25 leikir eftir af þessu móti en ég veit að það býr í mér markaskorari hvaða deild sem það er. Jón Þór setur leikinn þannig upp og það hefur svo sem sýnt sig í fyrra að þá spilum við þannig leik sem hentar mér mjög vel og ég get sett hann í þessu liði og það sýndi sig í dag.“

Allt viðtalið við Viktor má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner