Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 14. apríl 2024 20:51
Sverrir Örn Einarsson
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Viktor fagnar einu af þremur mörkum sínum í kvöld
Viktor fagnar einu af þremur mörkum sínum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er í skýjunum og liðið er í skýjunum að ná inn fyrsta sigrinum á þessu tímabili og koma okkur af stað í þessu móti. Að ná svo inn þessum þremur mörkum er svo mjög kærkomið, er búinn að vera pínu kaldur í síðustu leikjum og átti þetta svolítið inni.“
Sagði Viktor Jónsson leikmaður ÍA sem var sjóðheitur fyrir framan markið í dag er hann setti þrennu í 4-0 sigri ÍA á HK í Kórnum

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 ÍA

Framan af leik var fátt sem benti til þess að Viktor og ÍA væru að fara að skora mikið af mörkum í leiknum. Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleik og færin létu á sér standa þar.

„Fyrsta snerting og sendingar voru að klikka. Mér fannst við samt vera koma okkur í ágætis stöður og að ná að skapa okkur hálf færi en það var lítið af færum í þessum fyrri hálfleik.“

Viktor sem hefur verið iðinn við kolann í markaskorun í Lengjudeildinni hefur ekki alveg náð sömu hæðum í þeim efnum í efstu deild. Meiðsli hafa vissulega sett þar strik í reikningin og einhverjir sem jafnvel efast um að Viktor sé markaskorari í efstu deild. Þess þrenna svar við þeim efasemdarröddum?

„Já vonand, það eru samt 25 leikir eftir af þessu móti en ég veit að það býr í mér markaskorari hvaða deild sem það er. Jón Þór setur leikinn þannig upp og það hefur svo sem sýnt sig í fyrra að þá spilum við þannig leik sem hentar mér mjög vel og ég get sett hann í þessu liði og það sýndi sig í dag.“

Allt viðtalið við Viktor má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner