Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
   sun 14. apríl 2024 20:51
Sverrir Örn Einarsson
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Viktor fagnar einu af þremur mörkum sínum í kvöld
Viktor fagnar einu af þremur mörkum sínum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er í skýjunum og liðið er í skýjunum að ná inn fyrsta sigrinum á þessu tímabili og koma okkur af stað í þessu móti. Að ná svo inn þessum þremur mörkum er svo mjög kærkomið, er búinn að vera pínu kaldur í síðustu leikjum og átti þetta svolítið inni.“
Sagði Viktor Jónsson leikmaður ÍA sem var sjóðheitur fyrir framan markið í dag er hann setti þrennu í 4-0 sigri ÍA á HK í Kórnum

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 ÍA

Framan af leik var fátt sem benti til þess að Viktor og ÍA væru að fara að skora mikið af mörkum í leiknum. Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleik og færin létu á sér standa þar.

„Fyrsta snerting og sendingar voru að klikka. Mér fannst við samt vera koma okkur í ágætis stöður og að ná að skapa okkur hálf færi en það var lítið af færum í þessum fyrri hálfleik.“

Viktor sem hefur verið iðinn við kolann í markaskorun í Lengjudeildinni hefur ekki alveg náð sömu hæðum í þeim efnum í efstu deild. Meiðsli hafa vissulega sett þar strik í reikningin og einhverjir sem jafnvel efast um að Viktor sé markaskorari í efstu deild. Þess þrenna svar við þeim efasemdarröddum?

„Já vonand, það eru samt 25 leikir eftir af þessu móti en ég veit að það býr í mér markaskorari hvaða deild sem það er. Jón Þór setur leikinn þannig upp og það hefur svo sem sýnt sig í fyrra að þá spilum við þannig leik sem hentar mér mjög vel og ég get sett hann í þessu liði og það sýndi sig í dag.“

Allt viðtalið við Viktor má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner