Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
Aftur í landsliðinu eftir langa fjarveru - „Þetta voru tvær aðgerðir í einni"
Ingibjörg segir skilið við Duisburg - „Þetta voru frekar langar vikur"
Lífið áfram gott í Lilleström - „Höfum fengið allt eins og venjulega"
Valið kom Kötlu ekki á óvart - „Ég var að bíða eftir þessu símtali"
Útskýrir af hverju hún valdi Ísland - „Brosti bara í bílnum"
Borgaði sjálfur fyrir Airbnb á Íslandi - „Það endaði með samningi"
Nokkrum kílóum léttari eftir langþráðan sigur - „Þá er bara spurning hvort við séum menn eða mýs“
Ómar um Zidane-snúninginn: Mistök sem hann gerir ekki aftur
Rúnar Páll: Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn
Hemmi Hreiðars: Ekkert mikið meira sem við getum gert
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Rúnar Kristins: Engin skömm að tapa fyrir Breiðabliki
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Haddi: Sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni
Jökull: Við vildum koma inn af krafti
14 ára spilar sinn fyrsta leik „Takk Jökull fyrir tækifærið"
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
   sun 14. apríl 2024 20:51
Sverrir Örn Einarsson
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Viktor fagnar einu af þremur mörkum sínum í kvöld
Viktor fagnar einu af þremur mörkum sínum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er í skýjunum og liðið er í skýjunum að ná inn fyrsta sigrinum á þessu tímabili og koma okkur af stað í þessu móti. Að ná svo inn þessum þremur mörkum er svo mjög kærkomið, er búinn að vera pínu kaldur í síðustu leikjum og átti þetta svolítið inni.“
Sagði Viktor Jónsson leikmaður ÍA sem var sjóðheitur fyrir framan markið í dag er hann setti þrennu í 4-0 sigri ÍA á HK í Kórnum

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 ÍA

Framan af leik var fátt sem benti til þess að Viktor og ÍA væru að fara að skora mikið af mörkum í leiknum. Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleik og færin létu á sér standa þar.

„Fyrsta snerting og sendingar voru að klikka. Mér fannst við samt vera koma okkur í ágætis stöður og að ná að skapa okkur hálf færi en það var lítið af færum í þessum fyrri hálfleik.“

Viktor sem hefur verið iðinn við kolann í markaskorun í Lengjudeildinni hefur ekki alveg náð sömu hæðum í þeim efnum í efstu deild. Meiðsli hafa vissulega sett þar strik í reikningin og einhverjir sem jafnvel efast um að Viktor sé markaskorari í efstu deild. Þess þrenna svar við þeim efasemdarröddum?

„Já vonand, það eru samt 25 leikir eftir af þessu móti en ég veit að það býr í mér markaskorari hvaða deild sem það er. Jón Þór setur leikinn þannig upp og það hefur svo sem sýnt sig í fyrra að þá spilum við þannig leik sem hentar mér mjög vel og ég get sett hann í þessu liði og það sýndi sig í dag.“

Allt viðtalið við Viktor má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner