Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 14. apríl 2024 20:51
Sverrir Örn Einarsson
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Viktor fagnar einu af þremur mörkum sínum í kvöld
Viktor fagnar einu af þremur mörkum sínum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er í skýjunum og liðið er í skýjunum að ná inn fyrsta sigrinum á þessu tímabili og koma okkur af stað í þessu móti. Að ná svo inn þessum þremur mörkum er svo mjög kærkomið, er búinn að vera pínu kaldur í síðustu leikjum og átti þetta svolítið inni.“
Sagði Viktor Jónsson leikmaður ÍA sem var sjóðheitur fyrir framan markið í dag er hann setti þrennu í 4-0 sigri ÍA á HK í Kórnum

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 ÍA

Framan af leik var fátt sem benti til þess að Viktor og ÍA væru að fara að skora mikið af mörkum í leiknum. Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleik og færin létu á sér standa þar.

„Fyrsta snerting og sendingar voru að klikka. Mér fannst við samt vera koma okkur í ágætis stöður og að ná að skapa okkur hálf færi en það var lítið af færum í þessum fyrri hálfleik.“

Viktor sem hefur verið iðinn við kolann í markaskorun í Lengjudeildinni hefur ekki alveg náð sömu hæðum í þeim efnum í efstu deild. Meiðsli hafa vissulega sett þar strik í reikningin og einhverjir sem jafnvel efast um að Viktor sé markaskorari í efstu deild. Þess þrenna svar við þeim efasemdarröddum?

„Já vonand, það eru samt 25 leikir eftir af þessu móti en ég veit að það býr í mér markaskorari hvaða deild sem það er. Jón Þór setur leikinn þannig upp og það hefur svo sem sýnt sig í fyrra að þá spilum við þannig leik sem hentar mér mjög vel og ég get sett hann í þessu liði og það sýndi sig í dag.“

Allt viðtalið við Viktor má sjá hér að ofan
Athugasemdir