Andriy Shevchenko, formaður fótboltasambands Úkraínu, verður sérstakur gestur á norrænni fótboltaráðstefnu sem fram fer í Háskólanum í Reykjavík 21. og 22. maí.
Shevchenko átti glæstan feril sem leikmaður og vann Ballon d´Or gullboltann sem leikmaður AC Milan árið 2004. Hann lék einnig fyrir Dynamo Kiev, Chelsea og úkraínska landsliðið.
Hann var landsliðsþjálfari Úkraínu 2016-2021 og var kjörinn forseti úkraínska sambandsins í janúar í fyrra.
Shevchenko átti glæstan feril sem leikmaður og vann Ballon d´Or gullboltann sem leikmaður AC Milan árið 2004. Hann lék einnig fyrir Dynamo Kiev, Chelsea og úkraínska landsliðið.
Hann var landsliðsþjálfari Úkraínu 2016-2021 og var kjörinn forseti úkraínska sambandsins í janúar í fyrra.
Þetta verður í annað sinn sem þessi ráðstefna er haldin, en knattspyrnusambönd á Norðurlöndum skiptast á að halda þessa ráðstefnu í samstarfi við háskóla í sínu landi.
Kvöldið áður en ráðstefnan hefst, þann 20. maí nánar tiltekið, verður haldinn sérstakur opnunarviðburður í höfuðstöðvum KSÍ þar sem hægt er að spyrja Shevcheno spurninga.
Nánar er hægt að kynna sér þessa ráðstefnu á heimasíðu KSÍ.
Athugasemdir