Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   mán 14. apríl 2025 14:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjórnarmaður Leverkusen fúll með tap Real Madrid
Xabi Alonso.
Xabi Alonso.
Mynd: EPA
Forráðamenn Bayer Leverkusen munu fylgjast spenntir með seinni leik Arsenal og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Arsenal er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn.

Sögusagnirnar um framtíð Carlo Ancelotti, stjóra Real Madrid, fóru aftur á kreik eftir að Madrídarstórveldið tapaði stórt fyrir Arsenal. Það er ekki gott fyrir Leverkusen.

Efstur á óskalista Madrídinga er nefnilega fyrrum leikmaður liðsins, Xabi Alonso. Hann er í dag stjóri Leverkusen og hefur gert þar frábæra hluti. Hann stýrði liðinu til sigurs í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Fernando Carro, stjórnarmaður hjá Leverkusen, viðurkenndi í sjónvarpsviðtali um liðna helgi að hann hefði verið svekktur með úrslitin í leik Arsenal og Real Madrid á dögunum.

„Ég hefði verið miklu ánægðari ef Real Madrid hefði unnið sannfærandi sigur og staða þjálfarans þar væri örugg," sagði Carro.

„Það er eðlilegt að eftir svona tap, þá fari sögusagnir af stað. Ég hefði viljað forðast það."
Athugasemdir
banner
banner