Florian Wirtz verður áfram hjá Bayer Leverkusen á næsta ári samkvæmt stjórn félagsins.
Fernando Carro, sem situr í stjórn Leverkusen, segir að Wirtz sé með samning til 2027 en hann er ekki með riftunarverð í núgildandi samningi sínum.
Fernando Carro, sem situr í stjórn Leverkusen, segir að Wirtz sé með samning til 2027 en hann er ekki með riftunarverð í núgildandi samningi sínum.
„Hann er með samning," segir Carro og bætir við Leverkusen sé ekki með neinar áhyggjur fjárhagslega.
„Það er líka mögulegt að það komi félag og bjóði í hann sem hann hefur ekki áhuga á."
Wirtz, sem er algjör lykilmaður fyrir Leverkusen, hefur verið sterklega orðaður við Manchester City og nefndur þar sem mögulegur arftaki Kevin de Bruyne. Þessi 21 árs gamli miðjumaður er ótrúlega spennandi leikmaður.
Athugasemdir