Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. maí 2019 19:11
Ívan Guðjón Baldursson
Viðar Örn skoraði - Ingvar gerði jafntefli í toppslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson og félagar í Hammarby eru á blússandi siglingu á upphafi tímabils í sænska boltanum.

Viðar Örn skoraði annað mark leiksins í stórsigri gegn Östersund í dag og var þetta fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. Þetta var fjórða mark Viðars í níu leikjum og er Hammarby í 2. sæti deildarinnar með 17 stig.

Hammarby 4 - 0 Östersund
1-0 Jeppe Andersen ('3)
2-0 Viðar Örn Kjartansson ('12)
3-0 Nikola Djurdjic ('29)
4-0 Muamer Tankovic ('59, víti)
Rautt spjald: Simon Sandberg, Hammarby ('75)

Í Danmörku var Ingvar Jónsson í markinu hjá Viborg sem gerði jafntefli við Silkeborg í toppslag B-deildarinnar.

Viborg var tveimur mörkum yfir eftir fyrsta stundarfjórðunginn en heimamenn tóku við sér og náði Ronnie Schwartz að minnka muninn fyrir leikhlé. Schwartz jafnaði svo í upphafi síðari hálfleiks og lokatölur urðu 2-2.

Það munar aðeins einu stigi á liðunum, Silkeborg er á toppnum með 55 stig og Viborg fylgir fast á eftir. Það eru tvær umferðir eftir af tímabilinu.

Liðið sem endar á toppnum fer beint upp í efstu deild. Annað og þriðja sæti fara í umspil.

Silkeborg 2 - 2 Viborg
0-1 Jeppe Gronning ('9)
0-2 Mikkel Agger ('13)
1-2 Ronnie Schwartz ('40)
2-2 Ronnie Schwartz ('49)
Athugasemdir
banner
banner