Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 14. maí 2021 20:50
Hafliði Breiðfjörð
Gaui Lýðs: Grimmur dómur að dæma víti og rautt spjald
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta byrjaði ágætlega hjá okkur en svo kemur þetta víti sem setur leikinn okkar úr skorðum," sagði Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður ÍBV eftir 0 - 2 tap heima gegn Fram í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  2 Fram

Atvikið sem hann vísar í kom á 17. mínútu leiksins þegar vítaspyrna var dæmd á Sigurð Arnar Magnússon fyrir að rífa niður Þóri Guðjónsson og í þokkabót fékk Sigurður Arnar að líta rauða spjaldið.

„Mér fannst þetta mjög grimmur dómur, bæði að dæma víti og hvað þá að dæma rautt spjald. Mér fannst það setja leikinn í annað samhengi í byrjun. Burtséð frá því fannst mér við sýna mikinn baráttuanda þó við værum manni færri og fannst þeir ekki skapa sér færi í þessum leik fyrir utan þetta mark úr horni."

Guðjón Pétur átti samtal við Helga Mikael Jónasson dómara í hálfleik. Hvernig sá hann þetta fyrir sér?

„Mér fannst Tóti bara halda hafsentinum og hafsentinn heldur á móti og þegar Tóti er búinn að missa hann frá sér hendir hann sér niður og fær víti og rautt. Mér fannst þetta bara vera svona. Tóti var mest hissa á þessu sjálfur og það sést yfirleitt á honum hvað er í gangi."

Það voru mikil læti í leikmönnum á vellinum, harðar tæklingar og mikið gargað.

„Við erum bara topplið og það er keppnisskap í okkur. Mér fannst ekkert vera óeðlilega mikil barátta eða öskur, en menn voru ósáttir og það finnst mér alveg mega. Við töpuðum þessu í dag og það er bara eitt að gera í því, mæta á æfingu á morgun og leggja áhersluna á næsta leik."

Nánar er rætt við Guðjón í sjónvarpinu að ofan. Þar ræðir hann næsta leik við Aftureldingu, skilaboð sem hann sendi á Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfara Grindavíkur eftir síðasta leik og liðsstyrkinn sem ÍBV fékk í lok gluggans.
Athugasemdir
banner