lau 14. maí 2022 11:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áslaug Munda er mætt aftur
Í leik með Blikum í fyrra.
Í leik með Blikum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er aldeilis búið að fá liðsstyrk því landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er mætt aftur til landsins og byrjuð að spila með liðinu á nýjan leik.

Áslaug Munda kom inn á sem varamaður í gær þegar Blikar unnu þægilegan sigur á KR í Bestu deild kvenna.

Hún er í háskólanámi í Harvard - einum virtasta háskóla í heimi - en mun spila með Blikum í sumar.

Það er ekki bara Áslaug Munda sem er komin aftur í Blika því Alexandra Jóhannsdóttir er komin heim úr atvinnumennsku og Hildur Þóra Hákonardóttir er einnig komin heim úr háskólanámi. Alexandra skoraði í gær en Hildur var ekki með gegn KR.

„Það var frábært, það er frábært að fá Alexöndru inn og líka þær sem voru í Bandaríkjunum, Áslaugu Mundu og Hildi Þóru sem voru komnar í hópinn. Hópurinn er þéttur, flottur og virkilega spennandi," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika, eftir sigurinn í gær.

Áslaug Munda, sem var einn besti leikmaður Íslandsmótsins áður en hún fór út í fyrra, fékk höfuðhögg undir lok síðasta árs og var keppni um nokkurt skeið vegna þess. Það er frábært að sjá hana aftur inn á vellinum og ef hún nær að spila mikið, þá gerir hún klárlega tilkall í landsliðshópinn fyrir EM í sumar.
Ási Arnars: Frábært að fá Alexöndru og þær sem voru í Bandaríkjunum inn
Athugasemdir
banner
banner
banner