
„Þetta var mjög erfiður fyrri hálfleikur" sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Augnabliks, eftir 5-0 sigur á Grindavík í Mjólkurbikar kvenna. Augnablik var 1-0 yfir í hálfleik.
Lestu um leikinn: Augnablik 5 - 0 Grindavík
„Við þurftum að hafa töluvert fyrir þessu."
Í seinni hálfleik gekk Augnablik á lagið og skoraði þrjú mörk strax í byrjun. „Ég held líka kannski bara smá spenna þó við séum að reyna að hafa eins litla spennu og hægt er."
Augnablik mætir ÍA á útivelli í 16-liða úrslitunum. „Bara vel. Ég held það sé bara gaman að fara þangað. Ég veit að ÍA liðið er mjög sterkt og erfitt að spila á móti þeim. En mér finnst þetta bara skemmtilegt ævintýri fyrir stelpurnar: að fá tækifæri til að spila í 16-liða úrslitum."
„Markmiðin okkar í sumar eru engin sæti, bara að leikmenn taki framförum. Ef það tekst lendum við kannski í góðu sæti," sagði Vilhjálmur Kári spurður út í markmið sumarsins.
Athugasemdir