Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. júní 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Arnar um tímabilið hjá FCK og áhuga Venezia - „Þetta eru bara sögusagnir"
Hákon Arnar Haraldsson í leiknum gegn Ísrael í gær
Hákon Arnar Haraldsson í leiknum gegn Ísrael í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon segist ekki hafa heyrt af áhuga Venezia
Hákon segist ekki hafa heyrt af áhuga Venezia
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson hefur heldur betur átt frábær ár, bæði með félagsliði og landsliði, en hann ræddi það um það í viðtali við fjölmiðla í gær.

Skagamaðurinn steig sín fyrstu skref með aðalliði FCK í byrjun tímabils og lék mest með liðinu í Sambandsdeild Evrópu þar sem hann lét ljós sitt skína.

Hann fékk svo stærra hlutverk þegar leið á tímabilið og átti svo stóran þátt í að hjálpa liðinu að vinna dönsku deildina. Hákon var síðan kallaður upp í landsliðið fyrir leikina í júní og tókst heldur betur að heilla landann í þessu verkefni.

„Nei, ég bjóst nú ekki við því þegar við vorum í Austurríki í æfingaferð. Frábært að enda þetta svona á þremur byrjunarliðsleikjum, tveimur mörkum og vinna svo titilinn. Ég bjóst ekki við því," sagði Hákon Arnar.

Það er nokkuð sjaldgæft að æskuvinir frá litla Íslandi spili saman á erlendri grundu en það er raunin hjá FCK. Hann og Ísak Bergmann Jóhannesson eru báðir aldir upp hjá ÍA og voru svo í lykilhlutverki hjá FCK undir lok tímabilsins.

„Það er draumi líkast. Frá því við vorum guttar á Norðurálsmótinu og að því að vinna danska meistaratitilinn. Það er geggjað."

Hákon er nokkuð ferskur þrátt fyrir mikið álag síðustu mánuði en hann fær átta daga frí til að safna meiri orku áður en hann fer aftur út og byrjar nýtt undirbúningstímabil með danska félaginu.

„Líkaminn er flottur. Ég er ungur og nóg orka í mér. Ég er klár þegar kallið kemur þegar við förum að æfa aftur með FCK."

„Ég fæ átta daga. Það er ekki mikið en það er eitthvað, svo beint aftur í action," sagði Hákon.

„Þetta eru bara sögusagnir"

Frammistaða Hákonar hefur ekki farið framhjá njósnurum annarra liða og er hann nú orðaður við ítalska B-deildarfélagið Venezia en hann segist þó ekki hafa heyrt neitt sjálfur.

„Ég hef ekki heyrt neitt. Aggi [Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Hákonar] sér um þetta, en ég hef ekki heyrt neitt og þetta eru bara sögusagnir."

Sjá einnig:
Hákon Arnar orðaður við Venezia
Hákon Arnar: Vanalega hefði Arnór sett hann
Athugasemdir
banner
banner