Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 14. júní 2022 09:50
Elvar Geir Magnússon
Jón Dagur bestur í glugganum - Hákon og Þórir koma þar á eftir
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson var besti leikmaður íslenska landsliðsins í landsleikjaglugganum. Ísland lék fjóra leiki en Fótbolti.net horfir til leikjanna þriggja í Þjóðadeildinni.

Ef meðaleinkunn leikmanna er skoðuð trónir Jón Dagur á toppnum með 7,3 en hann skoraði bæði gegn Albaníu og Ísrael á Laugardalsvelli.

Jón Dagur er samningslaus en áhuginn á honum hlýtur að hafa aukist enn frekar eftir frammistöðu hans.

Hákon Arnar Haraldsson og Þórir Jóhann Helgason áttu einnig virkilega góðan glugga og fygja Jóni Degi fast á eftir.

Meðaleinkunn leikmanna Íslands í gegnum leikina þrjá í Þjóðadeildinni:
Jón Dagur Þorsteinsson - 7,3
Hákon Arnar Haraldsson - 7
Þórir Jóhann Helgason - 7
Arnór Sigurðsson - 6,8
Hörður Björgvin Magnússon - 6,5
Birkir Bjarnason - 6
Rúnar Alex Rúnarsson - 6
Ísak Bergmann Jóhannesson - 6
Daníel Leó Grétarsson - 5,8
Andri Lucas Guðjohnsen - 5,5
Davíð Kristján Ólafsson - 5,5
Sveinn Aron Guðjohnsen - 5,5
Alfons Sampsted - 5,3

(Leikmaður þarf að fá einkunn í a.m.k. tveimur af leikjunum þremur til að komast á listann)


Þórir Jóhann Helgason.
Athugasemdir
banner
banner