Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   fös 14. júní 2024 21:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kallaður inn í hópinn rétt fyrir mót og stimplaði sig strax inn
Emre Can fagnar marki sínu í kvöld
Emre Can fagnar marki sínu í kvöld
Mynd: EPA

Þýskaland valtaði yfir Skotland í opnunarleik EM í kvöld.


Leiknum lauk með 5-1 sigri Þjóðverja en mótið fer fram í Þýskalandi og opnunarleikurinn fór fram í Munchen.

Emre Can miðjumaður Dortmund og fyrrum leikmaður Liverpool og Juventus kom inn á sem varamaður og innsiglaði sigurinn.

Það vekur athygli að hann var ekki valinn í upprunarlega landsliðshópinn fyrir mótið en aðeins tveir dagar eru síðan hann var kallaður inn í hópinn fyrir Aleksandar Pavlovic miðjumann Bayern sem þurfti að draga sig úr hópnum þar sem hann glímir við svæsna hálsbólgu.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner