Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   lau 14. júní 2025 22:03
Anton Freyr Jónsson
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður ekki vel. Þegar þú tapar leik þá líður þér aldrei vel við vorum sjálfum okkur verstir í kvöld," sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals eftir tapið á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 Valur

Stjarnan byrjaði leikinn gríðarlega vel og komst yfir og þá vöknuðu gestirnir í Val til lífs og Tufa var ekki ánægður með byrjunina á leiknum í kvöld. 

„Ég er búinn að ræða þetta mjög mikið í vikunni. Stjarnan er besta liðið í deildinni hvernig þeir byrja leiki og sérstaklega hérna á Samsungvellinum og við einhverneigin náum engum svörum við þeirra byrjun en við náðum bara ekki að svara þeim."

Bjarni Mark Duffield hjá Val fékk beint rautt spjald tveim­ur mín­út­um eft­ir að Pat­rick Peder­sen minnkaði mun­inn í 3:2 og það hægði á Vals­mönn­um. Bjarni Mark Duffield var einnig sendur í sturtu með beint rautt spjald í leik þessara liða á síðustu leiktíð á Samsungvellinum. 

„Ég hef ekki séð at­vikið aft­ur en okk­ur á bekkn­um fannst Örvar hlaupa á Bjarna og henda sér niður. Þeir gerðu það oft í leikn­um. Þeir voru að biðja um víti og annað en ég þarf að sjá þetta bet­ur. Ég ræði yf­ir­leitt ekki um dóm­ar­ana en þeir voru of mikið að henda sér niður og von­andi hætta þeir því í næsta leik.“

Pat­rick Peder­sen lék sinn 200 leik fyrir Val í kvöld og skoraði bæði mörk Vals í kvöld. Hann er kom­inn með ell­efu mörk í ell­efu leikj­um á tíma­bil­inu og 127 mörk í efstu deild. Hann er aðeins fjór­um mörk­um frá Tryggva Guðmunds­syni, marka­hæsta leik­manni efstu deild­ar frá upp­hafi.

„Það er heiður fyr­ir mig að þjálfa mann­eskju og leik­mann eins og Pat­rick. Hann ger­ir allt 100 pró­sent og þá upp­sker maður yf­ir­leitt. Hann er mik­ill Valsmaður. Ég tek hatt minn ofan fyr­ir hon­um,“ sagði Túfa.


Athugasemdir