Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 14. júlí 2020 23:02
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Slæmur dagur fyrir fótboltann
Jürgen Klopp var ekki sáttur með niðurstöðu CAS
Jürgen Klopp var ekki sáttur með niðurstöðu CAS
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, segir að gærdagurinn hafi verið afar slæmur fyrir fótboltann en CAS (Alþjóða íþróttadómstollinn í Lausanne) dæmdi Manchester City í hag í gær og fær liðið að taka þátt í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að UEFA hafi úrskurðað félagið í tveggja ára bann.

UEFA dæmdi Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppni fyrir alvarleg brot á fjárhagsreglum sambandsins en City kærði úrskurðinn til íþróttadómstólsins og hafði þar sigur í gær.

Félagið þarf þó að greiða 8,9 milljón punda í sekt en Klopp segir þessa ákvörðun afar slæma fyrir knattspyrnusamfélagið.

„Persónulega þá er ég mjög ánægður fyrir hönd City sem getur spilað í Meistaradeildinni á næsta ári, því ef ég hugsa um deildina, þá hefði City spilað færri leiki og þá hefði enginn átt séns," sagði Klopp.

„En gærdagurinn var ekki góður dagur fyrir fótboltann. FFP er mjög góð hugmynd og þessar reglur eru til að vernda félögin og keppnina svo enginn sé að eyða umfram.

City sýndi engan samstarfsvilja þegar félagið var beðið um að færa þeim gögn varðandi fjárhaginn frá 2012 til 2016, eða tímabilið þar sem félagið átti ítrekað að hafa brotið reglurnar.

„Ég ætla að vona að FFP verði áfram og svo það séu einhver takmörk. Það er gott fyrir fótboltann. Ef það verður ekki þá er öllum sama og ríkasta fólkið eða löndin gera það sem þau vilja og það gerir allt töluvert erfiðara. Það myndi enda með því að það yrði gerð tíu liða ofurdeild. Ég veit ekki hvaða lið það yrðu en það færi auðvitað eftir því hverjir eiga þau. Þannig þessar reglur eru skiljanlegar," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner