Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. júlí 2020 21:14
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: Jafnt í Laugardal - Dramatík í Garðabæ
KR vann öflugan sigur á Stjörnunni
KR vann öflugan sigur á Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann dramatískan 3-2 sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Samsung-vellinum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld en á sama tíma tókst Þrótturum að ná í stig gegn bikarmeisturum Selfoss.

KR náði í fyrsta sigurinn í Garðabæ í kvöld. Katrín Ásbjörnsdóttir kom KR yfir gegn sínum gömlu félögum strax á 12. mínútu áður en Betsy Doon Hassett jafnaði metin á 24. mínútu. Ana Cate Victoria fékk að líta sitt annað gula spjald í liði KR á 32. mínútu og þar með rautt gegn sínum gömlu félögum.

Alma Mathiesen kom KR aftur yfir áður en hálfleikurinn var úti. Snædís María Jörundsdóttir jafnaði fyrir Stjörnuna á 60. mínútu. Það var lítið eftir af leiknum er Katrín gerði sigurmarkið fyrir KR og tryggði þar með liðinu fyrsta sigurinn á Íslandsmótinu í sumar.

Annað tap Stjörnunnar í röð en Stjarnan hefur spilað sex leiki en KR aðeins fjóra og eru því öll liðin í deildinni komin með stig en FH náði einmitt í sigur gegn Þór/KA fyrr í kvöld.

Á sama tíma gerðu Þróttur R. og Selfoss markalaust jafntefli á Eimskips-vellinum. Þróttur hefur verið öflugt í byrjun tímabilsins og sýnt samkeppni í öllum leikjunum og það var engin breyting á því í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir fékk að líta rauða spjaldið í liði Selfyssinga undir lok leiks. 0-0 jafntefli staðreynd og gert tvö jafntefli og unnið einn og tapað tveimur en Selfoss hefur unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað tveimur.

Úrslit og markaskorarar:

Stjarnan 2 - 3 KR
0-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('12 )
1-1 Betsy Doon Hassett ('24 )
1-2 Alma Mathiesen ('42 )
2-2 Snædís María Jörundsdóttir ('60 )
2-3 Katrín Ásbjörnsdóttir ('88 )
Rautt spjald: Ana Victoria Cate ('32, KR )
Lestu um leikinn

Þróttur R. 0 - 0 Selfoss
Rautt spjald: Hólmfríður Magnúsdóttir ('87, Selfoss)
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner