Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mið 14. júlí 2021 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Matt Clarke til West Brom (Staðfest)
Jimmy Dunne kominn til QPR
Mynd: Gettyimages
West Bromwich Albion er búið að tryggja sér Matthew Clarke, miðvörð Brighton, á lánssamningi út tímabilið.

Clarke mun vera mikill liðsstyrkur fyrir WBA sem féll úr úrvalsdeildinni í vor en hann hefur verið lykilmaður í vörn Derby County síðustu ár.

Clarke verður 25 ára í september og á enn eftir að spila sinn fyrsta keppnisleik fyrir Brighton eftir að hafa verið keyptur frá Portsmouth fyrir tveimur árum.

Þá var QPR einnig að krækja í miðvörð úr ensku úrvalsdeildinni. Jimmy Dunne er búinn að skrifa undir hjá félaginu eftir fjögur ár hjá Burnley. Dunne fékk lítið af tækifærum undir stjórn Sean Dyche og þótti svo ekki standa sig nægilega vel þegar liðið þurfti á honum að halda í nokkrum úrvalsdeildarleikjum á nýliðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner