Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. júlí 2021 20:08
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Alfons úr leik - Mætir Val næst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Legia Varsjá 2 - 0 Bodö/Glimt (5-2 samanlagt)
1-0 Luquinhas ('40)
2-0 Tomas Pekhart ('95)

Alfons Sampsted lék allan leikinn í stöðu hægri vængbakvarðar er Noregsmeistarar Bodö/Glimt féllu úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Legia vann fyrri leik liðanna í Noregi og var við stjórnvölinn á heimavelli. Luquinhas skoraði undir lok fyrri hálfleiks og kom Tomas Pekhart knettinum í netið í uppbótartíma.

Þetta þýðir að Legia fer áfram í næstu umferð undankeppninnar en Alfons og félagar detta niður í Sambandsdeildina, þar sem þeir mæta Íslandsmeisturum Vals.

Valur féll niður í Sambandsdeildina eftir tap gegn Dinamo Zagreb í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner