„Stemningin var aftur súr. Við vorum staðráðnar í að taka sigurinn,“ sagði miðvörðurinn Guðrún Arnardóttir eftir jafntefli gegn Ítalíu á EM í dag.
Lestu um leikinn: Ítalía 1 - 1 Ísland
Ísland fékk færin til að vinna þennan leik og er það mjög svekkjandi að fá bara eitt stig.
„Við áttum rosalega gott færi í sókninni á undan áður en þær skora. Við fengum sénsa til að skora annað mark. Þetta svíður. Þær voru að mikið með boltann og við vorum að verjast mikið, en okkur líður vel að verjast. Við kunnum að verjast. Ég hefði samt viljað að við værum með betri stjórn á boltanum.“
Guðrún var spurð hvort hún hefði heilt yfir verið ánægð með varnarleikinn. „Okkur líður vel að verjast. Við erum góðar í því. Þær lágu á okkur í seinni hálfleik, en við vorum að verjast vel. Þær fengu ekki mjög góð færi. Það er samt vont að fá þetta mark á sig.“
Við þurfum líklegast að vinna Frakkland til þess að geta komist áfram í átta-liða úrslit. „Þetta er ekki draumastaða. Við ætluðum að vera með sex stig á þessum tímapunkti, en við ætlum að fara af fullum krafti í leikinn á móti Frakklandi og ætlum okkur upp úr riðlinum,“ sagði Guðrún.
Allt viðtalið er í spilaranum hérna fyrir ofan.
Athugasemdir






















