Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   fös 14. júlí 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísabella fer á EM í stað Elísu Lönu
Ísabella Sara
Ísabella Sara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tvær breytingar hafa verið gerðar á landsliðshópi U19 sem fer á EM. Kimberley Dóra leikmaður Þór/KA kemur inn fyrir Aldísi Guðlaugsdóttur markvörð FH sem fékk höfuðhögg.


Önnur breytingin er sú að Ísabella Sara Tryggvadóttir leysir Elísu Lönu Sigurjónsdóttur sem er einnig leikmaður FH og er einnig að berjast við meiðsli.

Ísabella er enn gjaldgeng í U17 en hún er fjórði leikmaðurinn í hópnum sem er fædd árið 2006 en fyrir eru þær Emelía Óskarsdóttir leikmaður Selfoss, Bergdís Sveinsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir leikmenn Víkings.

Hópurinn flýgur út til Belgíu á morgun en liðið er með Spáni, Tékklandi og Frakklandi í riðli.

Leikir Íslands á EM

18. júlí kl. 18:30 á Leburton Stadiom

Ísland - Spánn

21. júlí kl. 15:30 á Tivoli Stadium

Ísland Tékkland

24. júlí kl. 18:30 á RBFA Academy Stadium

Ísland - Frakkland


Athugasemdir
banner
banner