Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fös 14. júlí 2023 19:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kimberley Dóra kölluð inn í landsliðshóp U19
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ein breyting hefur verið gerð á landsliðshópi U19 sem er á leið á EM í Belgíu. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir miðjumaður Þór/KA hefur verið kölluð inn í hópinn.

Hún kemur inn fyrir Aldísi Guðlaugsdóttur markvörð sem fékk höfuðhögg.


Hún mun fljúga suður í kvöld og út með liðinu eldsnemma í fyrramálið. Kimberley hefur verið í stóru hlutverki hjá Þór/KA undanfarin tvö tímabil en hún á að baki 9 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Kimberley sameinast liðsfélögum sínum hjá Þór/KA þeim Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobínu Hjörvarsdóttur.

Ísland hefur leik á EM þann 18. júlí gegn Spáni en liðið er einnig með Tékklandi og Frakklandi í riðli.

Leikir Íslands á EM

18. júlí kl. 18:30 á Leburton Stadiom
Ísland - Spánn

21. júlí kl. 15:30 á Tivoli Stadium
Ísland Tékkland

24. júlí kl. 18:30 á RBFA Academy Stadium
Ísland - Frakkland


Athugasemdir
banner
banner