BBC hefur tekið saman slúðurpakka dagsins sem er birtur hér í boði Powerade. Þar er slúðrað um ýmsar fótboltastjörnur úr ensku úrvalsdeildinni og víðar.
Manchester City hefur fengið 25 milljón punda tilboð frá Sádi-Arabíu fyrir markvörðinn sinn Éderson, 30. (HITC)
Manchester United vill selja Victor Lindelöf, 29, og Christian Eriksen, 32, í sumar. (Manchester Evening News)
Chelsea er tilbúið til að blanda sér í baráttuna um kantmanninn efnilega Désiré Doué, 19, sem leikur fyrir Rennes í Frakklandi. FC Bayern, PSG og Tottenham hafa öll mikinn áhuga. (L'Equipe)
Man Utd ætlar að reyna við Ivan Toney, 28 ára framherja Brentford og enska landsliðsins, í sumar. (BILD)
Como er að krækja í Raphaël Varane, 31 árs miðvörð, á frjálsri sölu eftir að hann rann út á samningi hjá Man Utd. (Fabrizio Romano)
West Ham hefur áhuga á hollenska kantmanninum Steven Bergwijn, 26, sem lék lykilhlutverk fyrir Ajax á síðustu leiktíð. Marseille og félög frá Sádi-Arabíu eru einnig áhugasöm. (De Telegraaf)
Atlético Madrid mun gefa AC Milan grænt ljós á að hefja samningaviðræður við Álvaro Morata eftir úrslitaleik EM. (Calciomercato)
Everton, West Ham og Newcastle virðast vera að missa af ítalska miðverðinum Federico Gatti, 26, sem er að gera nýjan samning við Juventus. (Tuttosport)
Nuno Tavares er að ganga til liðs við Lazio á lánssamningi frá Arsenal, með kaupskyldu. (Fabrizio Romano)
Allan Saint-Maximin, 27, er að skipta úr Al-Ahli til Fenerbahce. (Yagiz Sabuncuoglu)
Arsenal, Man Utd og Aston Villa hafa öll áhuga á Viktor Tsygankov, 26 ára kantmanni Girona og úkraínska landsliðsins. (AS)
Nottingham Forest er í viðræðum við Fiorentina um serbneska miðvörðinn Nikole Milenkovic, 26 ára. (Gianluca Di Marzio)
Leicester er tilbúið til að bjóða 25 milljónir evra fyrir Matias Soulé, 21 árs kantmann Juventus. (Gazzetta dello Sport)
Athugasemdir