Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   sun 14. júlí 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu myndbandið sem Stelpurnar okkar sáu fyrir leikinn gegn Þýskalandi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska kvennalandsliðið vann sögulegan sigur gegn stórveldi Þýskalands í undankeppni EM á föstudaginn til að tryggja sér sæti á EM 2025 sem fer fram í Sviss næsta sumar.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Stelpurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og unnu magnaðan 3-0 sigur þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir skoruðu mörkin. Sveindís átti stórleik og gaf tvær stoðsendingar áður en hún skoraði sjálf.

Stelpurnar voru í góðum gír í leiknum eftir að hafa horft á frábært pepp myndband fyrir leik.

Myndbandið hefur verið birt á X reikningi RÚV og má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner