Íslenska kvennalandsliðið vann sögulegan sigur gegn stórveldi Þýskalands í undankeppni EM á föstudaginn til að tryggja sér sæti á EM 2025 sem fer fram í Sviss næsta sumar.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 0 Þýskaland
Stelpurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og unnu magnaðan 3-0 sigur þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir skoruðu mörkin. Sveindís átti stórleik og gaf tvær stoðsendingar áður en hún skoraði sjálf.
Stelpurnar voru í góðum gír í leiknum eftir að hafa horft á frábært pepp myndband fyrir leik.
Myndbandið hefur verið birt á X reikningi RÚV og má sjá hér fyrir neðan.
Stelpurnar okkar horfðu á þetta myndband áður en þær tryggðu sig inn á EM fyrir framan Símamótsstelpurnar. Við vörum við gæsahúð???? pic.twitter.com/kwQlaaS1dH
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2024
Athugasemdir