Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 14. ágúst 2017 20:39
Matthías Freyr Matthíasson
Milos: Ég sótti alla þessa leikmenn í Víkingsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
´„Ég er í raun svekktur að fá ekkert út úr þessum leik því mér fannst við standa okkur vel í svona 70 mínútur eða kannski aðeins minna, þangað til við fengum seinna markið á okkur. En ég get ekki sagt að þetta sé ósanngjarnt því þeir voru að stjórna leiknum þannig að við þurftum að stela eitthvað úr þessum skyndisóknum sem við fengum og góðum skotstöðum en við vorum ekki ákveðnir þar og án fókus í föstum leikatriðum að þá kostar það alltaf" sagði svekktur Milos Milojevic eftir tap á móti sínum fyrrum lærisveinum í Víkingi R.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Víkingur R.

„Okkur vantar Geoffrey í okkar lið. Sóknarmann sem getur gert gæfumuninn. Ég sé ekki að þeir spiluðu okkur í sundur þegar þeir skora, Geoffrey gerði það upp á sín eigin gæði og til þess eru strikerar, til að brjóta upp leik fyrir þig þegar það gengur ekki alveg vel"

Þú talar um Geoffrey, þú sóttir hann til landsins. Var skrítið að stýra Blikum á móti Víkingum.

„Nei nei, ég sótti alla þessa leikmenn í Víkingsliðinu. En ég er sáttur þegar leikmönnum gengur vel. Ég hefði endilega viljað að hann hefði skorað tvö mörk og við þrjú. Það eina sem ég hugsa um er að vinna stig fyrir mitt lið"

Ertu svekktur að Kristinn Jónsson hafi farið í þessa tæklingu með gult spjald á bakinu?

„Já að sjálfsögðu. Maður sem er með reynslu eins og hann á ekki að gera það en það gerist í hita leiksins"

Nánar er rætt við Milos í sjónvarpinu hér að ofan og meðal annars um dómgæsluna í leiknum.
Athugasemdir
banner