Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 14. ágúst 2017 20:39
Matthías Freyr Matthíasson
Milos: Ég sótti alla þessa leikmenn í Víkingsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
´„Ég er í raun svekktur að fá ekkert út úr þessum leik því mér fannst við standa okkur vel í svona 70 mínútur eða kannski aðeins minna, þangað til við fengum seinna markið á okkur. En ég get ekki sagt að þetta sé ósanngjarnt því þeir voru að stjórna leiknum þannig að við þurftum að stela eitthvað úr þessum skyndisóknum sem við fengum og góðum skotstöðum en við vorum ekki ákveðnir þar og án fókus í föstum leikatriðum að þá kostar það alltaf" sagði svekktur Milos Milojevic eftir tap á móti sínum fyrrum lærisveinum í Víkingi R.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Víkingur R.

„Okkur vantar Geoffrey í okkar lið. Sóknarmann sem getur gert gæfumuninn. Ég sé ekki að þeir spiluðu okkur í sundur þegar þeir skora, Geoffrey gerði það upp á sín eigin gæði og til þess eru strikerar, til að brjóta upp leik fyrir þig þegar það gengur ekki alveg vel"

Þú talar um Geoffrey, þú sóttir hann til landsins. Var skrítið að stýra Blikum á móti Víkingum.

„Nei nei, ég sótti alla þessa leikmenn í Víkingsliðinu. En ég er sáttur þegar leikmönnum gengur vel. Ég hefði endilega viljað að hann hefði skorað tvö mörk og við þrjú. Það eina sem ég hugsa um er að vinna stig fyrir mitt lið"

Ertu svekktur að Kristinn Jónsson hafi farið í þessa tæklingu með gult spjald á bakinu?

„Já að sjálfsögðu. Maður sem er með reynslu eins og hann á ekki að gera það en það gerist í hita leiksins"

Nánar er rætt við Milos í sjónvarpinu hér að ofan og meðal annars um dómgæsluna í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner