Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 14. ágúst 2020 14:14
Magnús Már Einarsson
Cattermole leggur skóna á hilluna
Baráttujaxlinn Lee Cattermole hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 32 ára að aldri.

Cattermole yfirgaf á dögunum VVV Venlo í Hollandi eftir að hafa komið þangað frá Sunderland fyrir ári síðan. Hann ætlar nú að fara að einbeita sér að þjálfun eftir að kórónaveiran setti strik í reikninginn í fótboltanum.

„Þetta var erfið ákvörðun. Ef að tímabilið hefði ekki endað eins og það gerði í maí þá hefðu hlutirnir mögulega ekki verið svona en ég tel að þetta sé rétt ákvörðun," sagði Cattermole.

Cattermole lék í tíu ár hjá Sunderland og féll með liðinu úr ensku úrvalsdeildinni niður í C-deild.

Hann var áður á mála hjá Middlesbrough og Wigan í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir