Ferdi Kadioglu, bakvörður Fenerbahce og tyrkneska landsliðsins, er á óskalista Brighton.
Það gengur hins vegar illa að sannfæra Fenerbahce um að selja leikmanninn.
Það gengur hins vegar illa að sannfæra Fenerbahce um að selja leikmanninn.
Fenerbahce vill fá meira en 30 milljónir evra fyrir bakvörðinn öfluga en ef eitthvað félag er tilbúið að borga það, þá verður það dýrasta sala í sögu tyrknesku deildarinnar.
Brighton vonast til að geta landað leikmanninum og Kadioglu sjálfur er spenntur fyrir því að fara til Englands, en enn sem komið er þá er langt í samkomulag.
Kadioglu, sem er 24 ára vinstri bakvörður, hefur spilað 20 landsleiki fyrir Tyrklands.
Athugasemdir