Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 14. september 2020 20:15
Aksentije Milisic
Man City reynir að fá Gimenez
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur áhuga á að fá varnarmann Atletico Madrid, Jose Gimenez, til liðs við sig.

Pep Guardiola, stjóri City, vill fá annan miðvörð inn í hópinn áður en félagsskiptagluginn lokar þann 5. október.

City hefur mikið verið orðað við Kalidou Koulibaly, leikmann Napoli og hefur liðið enn ekki gefist upp á því að fá hann.

Hinn 25 ára gamli Gimenez er einnig á óskalista City en Guardiola vill fá réttfættan miðvörð til liðsins en fyrr í sumar keypti City Nathan Ake frá Bournemouth.

Miðlar á Spáni greindu frá því að Atletico hafi neitað 87 milljóna punda tilboð City í Gimenez en þær fréttir reyndust ekki vera sannar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner