banner
   þri 14. september 2021 11:24
Elvar Geir Magnússon
PSG talið líklegast til að vinna Meistaradeildina
Lionel Messi á æfingu með PSG.
Lionel Messi á æfingu með PSG.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk og Romelu Lukaku.
Virgil van Dijk og Romelu Lukaku.
Mynd: EPA
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar fer af stað í dag en með því að smella hér má sjá hvaða leikir eru á dagskrá.

Mirror telur að franska stórliðið Paris Saint-Germain sé sigurstranglegast í keppninni en liðið fékk í sumar þá Sergio Ramos og Lionel Messi til liðs við sig.

Manchester City er í öðru sæti á listanum en liðið komst nálægt því að ná því langþráða markmiði að vinna keppnina á síðasta tímabili en tapaði fyrir Chelsea í úrslitaleiknum.

Þýskalandsmeistarar Bayern München eru í þriðja sætinu, Chelsea í því fjórða, Liverpool fimmta og Manchester United í því sjötta. Spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona eru í sjöunda og níunda sætinu.

Kraftröðun Mirror:
1. Paris Saint-Germain
2. Manchester City
3. Bayern München
4. Chelsea
5. Liverpool
6. Manchester United
7. Real Madrid
8. Atletico Madrid
9. Barcelona
10. Juventus
11. Borussia Dortmund
12. Inter
13. Sevilla
14. Villarreal
15. Lille
16. Wolfsburg
17. Sporting Lissabon
18. Ajax
19. Porto
20. Atalanta
21. RB Leipzig
22. Benfica
23. AC Milan
24. Besiktas
25. Shakhtar Donetsk
26. Zenit í Pétursborg
27. Salzburg
28. Young Boys
29. Dynamo Kiev
30. Club Brugge
31. Malmö
32. Sheriff Tiraspol
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner