Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   mið 14. september 2022 23:39
Brynjar Ingi Erluson
FCK gaf stuðningsmönnum Sevilla bjór á Parken
Stuðningsmenn Sevilla
Stuðningsmenn Sevilla
Mynd: EPA
Stuðningsmenn spænska félagsins Sevilla fengu óvænta gjöf þegar þeir mættu á Parken að styðja sitt lið gegn FCK í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

FCK og Sevilla voru að mætast í 2. umferð í riðlakeppninninni en stuðningsmenn Sevilla mættu að sjálfsögðu að styðja sitt lið.

Leikurinn fór fram á Parken, þjóðarleikvangi Danmerkur og fengu stuðningsmennirnir höfðingjalegar móttökur.

Þeir fengu frían bjór í boði FCK á leiknum og voru þeir alsælir með þá gjöf.

Það er svo spurning hvort Sevilla geri slíkt hið sama er liðin mætast í Seville-borg í lok október. FCK birti mynd af gjörningum en það má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner